Halló 2022!!

Halló 2022!!

Eirún Sigurðardóttir á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni. Hjá henni stendur Multiskonan Ásdís Spanó

Halló 2022!!

Kæri vinir, velunnarar og listamenn

Við hjá MULTIS þökkum kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða en þetta hefur verið mjög viðburðarríkt og gjöfult ár fyrir MULTIS. Í janúar fluttum við inn í skrifstofu á Snorrabrautinni, nánar tiltekið í Mjólkurstöðina og fylgdi lítið sýningarrými þar sem við höfum sett upp sýningar með frábærum listamönnum.

Í september opnuðum við yfirlitssýninguna FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI í Listasafni Reykjanesbæjar sem var mjög spennandi fyrir okkur. Við það tækifæri kynntum við m.a. samstarf okkar við Magnús Pálsson og sáum að pínulitla MULTIS var bara orðið þokkalega stórt og það safn verka sem við erum að kynna orðið nokkuð veglegt. Sýningunni lauk 14. nóvember en í byrjun desember opnuðum við nýja sýningu og þá á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.

Margir komu við hjá okkur og sumir í fyrsta sinn. Við vorum með ýmsar uppákomur og kynningar á nýjum verkum og erum við mjög ánægðar með hvernig til tókst.

Við horfum björtum augum til ársins sem er að ganga í garð en ýmislegt er í farvatninu sem gaman verður að kynna fyrir ykkur. Við hlökkum til samstarfs og hittinga og trúum að árið verði gjöfult og gott.

Gleðilegt 2022 elsku vinir og megi árið verða glæsilegt myndlistarár!

Bestu kveðjur,
Ásdís, Helga & Kristín


The world will not end in 2022. Birt með leyfi listamannsins Huldu Rósar Guðnadóttur.
Veggspjald gefið út af MULTIS 2021.

Courtesy of the artist Hulda Rós Guðnadóttir. Poster published by MULTIS 2021.

Contact Us 

Email: info@multis.is

Tel: Ásdís Spanó (+354) 866 3906/ Helga Óskarsdóttir (+354) 699 5652


Kt: 421220-1900

 

Select your currency
Euro