
Þórdís Erla Zoëga
Þórdís Erla Zoëga
Þórdís Erla Zoëga (f.1988) er myndlistarkona búsett á Íslandi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum.
Hún hefur sýnt víða t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi. Á Íslandi hefur hún gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Konsúlat Hótel, Canopy Hilton hótel og sýnt íD-sal Hafnarhússins.
Einnig var hún meðlimur í listahópnum Kunstschlager og hélt uppi víðtækri sýningardagskrá með þeim í Kunstschlager Stofu Hafnarhússins. Hún var tilnefnd til Grímunnar árið 2016 fyrir Búninga ársins í verkinu Dada Dans sem var unnið í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn.
Hún stofnaði nýlega hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur ásamt manni sínum og grafíska hönnuðinum Kristjáni Jóni Pálssyni. Stúdíó Flötur sérhannar vínylmottur í takmörkuðu upplagi og hugsa rými heimilisins fyrir listaverk á nýjan hátt.
Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, litbreytingum og jafnvægi.
Þórdís Erla Zoëga (b. 1988) is a visual artist based in Reykjavík, Iceland. In her works she deals mainly with intimacy, symmetry and balance.
She received her BFA degree from the Audio Visual department of The Gerrit Rietveld Academy, Amsterdam, Netherlands in 2012 and has since exhibited widely in Iceland and abroad, i.e. Stockholm, Berlin, Basel, Amsterdam and more.
In Iceland she has made works for the Reykjavík Art Festival, Gerðarsafn, Icelandic Dance Company and exhibited in the Reykjavík Art Museum.
Thordis is also a founder of the creative atelier Stúdíó Flötur that focuses on creating interesting surfaces.
350 gr. Hahnemühle grafíkpappír
350 gr. Hahnemühle graphíc paper.
28 x 38 cm.
30 + 3 AP
Published by Tysgalleri
2015
Um verkið
Úr seríunni 13 þrykk
Verkið er unnið sérstaklega fyrir fyrir seríuna 13 þrykk. Stærðin á verkunum er 28×38 cm. Verkin í seríunni eru prentuð á 350 gr. Hahnemühle grafíkpappír
The work
From the series 13 prints
The print is made as a part of the serie 13 prints. The size is 28×38 cm. The prints are all printed on 350 gr. Hahnemühle graphic paper.