Pétur Magnússon
Pétur Magnússon (f.1958) Eftir menntaskóla fór hann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan áfram á Accademia delle belle Arti í Bologna, Ítalíu og að lokum í Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam, Hollandi. Að loknu námi árið 1986 var hann búsettur í Amsterdam til ársins 2003, en flutti þá til Íslands. Í Hollandi tók hann þátt í stofnun listaverkabókabúðarinnar “Boekie Woekie” sem jafnframt er gallerí og útgefandi. Hann starfaði með fyrirtækinu fyrstu árin. Boekie Woekie kynnti síðan verk hans á “Art Frankfurt” listamessunni í Þýskalandi árið 1996. Pétur lærði málun á Ítalíu og grafík í Hollandi og eldri verk hans bera þess merki. Með tímanum hefur hann fært sig yfir í ljósmyndir og skúlptúr, oft lágmyndir og einkennast aðferðir hans oft á blöndu af stálsmíði og ljósmyndun. Verk hans láta reyna á skynjunina og ögra henni meðan þau bjóða upp á nýja möguleika til að skynja umhverfið. Verkin eru oftar en ekki háð sýningarrýminu (site specific). Efni og fjarvídd spila oft stórt hlutverk í að eiga við umhverfið á heimspekilegan og skoplegan máta.
Pétur Magnússon (b. 1958) After high school he went to the Icelandic School of Arts and Crafts and then on to the Accademia delle belle Arti in Bologna, Italy and finally to the Rijksakademie van Beeldende Kunsten in Amsterdam, the Netherlands. After graduating in 1986, he lived in Amsterdam until 2003, when he moved to Iceland. In the Netherlands, he co-founded the art bookstore “Boekie Woekie”, which is also a gallery and publisher. He worked with the company for the first few years. Boekie Woekie then presented his work at the “Art Frankfurt” art fair in Germany in 1996. Pétur studied painting in Italy and graphics in the Netherlands and his older works bear this mark. Over time, he has moved on to photography and sculpture, often reliefs, and his methods are often characterized by a combination of steelwork and photography. His works test and challenge perception while offering new possibilities for perceiving the environment. The works are more often than not dependent on the exhibition space (site specific). Material and distance often play a major role in dealing with the environment in a philosophical and humorous way.
CV
MENNTUN
1978 Stúdendspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, félagssvið
1978-81 Myndlista –og handíðaskóli Íslands. Skúlptúrdeild og Nýlistadeild
1982-83 Accademia delle belle Arti, Bologna, Ítalíu.Málverk hjá Prof. C.Pozzati.
1983-86 Rijksakademie van Beeldende Kunsten, Amsterdam, Hollandi. Grafík hjá Prof. P. Holstein
EINKASÝNINGAR
1986 Nýlistasafnið
1987 Pulitzer Art Gallery, Amsterdam, Hollandi
1988 Stichting de Bank, Enschede, Hollandi
1991 Galerie Spiecker, Viersen , Þýskalandi
1991 Boekie Woekie, Amsterdam, Hollandi
1993 Nýlistasafnið1995 Boekie Woekie, Amsterdam, Hollandi
1997 Gallerí Tuttugu Fermetrar, Reykjavík
1999 Gallerí Sævars Karls, Reykjavík
2001 Gallerí Kompan, Akureyri
2003 Gallerí Skuggi, Reykjavík. Með Guðrúnu H. Ragnarsdóttur
2003 Gallerí Plús, Akureyri. Með Tuma Magnússyni
2016 Gallerí Gegenüber, Reykjavík
2019 „Sögur úr sveitinni“ Listasal Mosfellsbæjar
2019 Gallerí 1.h.v., Reykjavík, Með Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur
SAMSÝNINGAR
1982 Norrænahúsið
1983 Gullströndin andar, JL-húsinu, Reykjvík
1983 Museum Fodor, Amsterdam
1984 Nýlistasafnið1984 Franklin Furnance, New York
1984 Arti et Amicitae, Amsterdam
1984 Íþróttahús Akureyrar
1985 International Student Art Exhibition, Kobe, Japan
1986 Galerie Traject, Utrecht, Hollandi
1986 Nýlistasafnið
1986 Galerie Grejsdalen, Vejle, Danmörku
1987 Turun Kulturikeskuksesa, Turku, Finnlandi
1987 Rauman Taidemuseon, Rauma, Finnlandi
1989 Nýlistasafnið
1993 Associated Publishers, Amsterdam
1995 Stichting de Bank, Enschede, Hollandi
1996 Art Frankfurt 96 fyrir Boekie Woekie, Frankfurt, Þýskalandi
1997 Lillehammer Art Museum, Lillehammer, Noregi
1997 Bergen Kunst Forening, Bergen, Noregi
1997 Henie Onstad Art Center, Hovikodden, Noregi
1997 Vestfold Art Museum, Haugar, Noregi
1997 Listasafn Akureyrar
1997 Overgaden, Kaupmannahöfn
1997 MAC, Marseille, Frakklandi
1998 Rantakasarmi, Suomenlinna, Helsinki
1998 Skjaldbreið, Seyðisfirði
1999 Bound and Unbound, Bókasýning, New York
2001 „Andar hún enn“. Nýja málverkið, Nýlistasafnið
2001 Kunst Ahoy, Rotterdam, Hollandi
2003 Boekie Woekie, Amsterdam, Hollandi
2004 Þetta vil ég sjá, Spaugstofan, Gerðubergi, Reykjavík
2013 Fuglar – listin að vera fleygur, Gerðubergi, Reykjavík
2014 Umrót, Listasafn Árnesinga, Selfossi
2016 Prent dagsins 20. des “Prent og vinir” Harbinger, Reykjavík
2018 „Umhverfing“ Egilsstöðum
2019 „ Prent og Vinir“, Prent Dagsins. Ásmundarsal, Reykjavík
2019 Sýning í garði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík
2020 „20×20“ Gallerí Port, Reykjavík
ANNAÐ
Verk í eigu Listasafns Íslands
Ýmsir styrkir og starfslaun í Hollandi og á Íslandi.
Ullarvetlingarnir, viðurkenning hinnar íslensku myndlistarakademíu árið 2004
Ál / Aluminium
31.5 x 30 x 10 cm
5 + 2 AP
Published by MULTIS
2021
Um verkið
Flækjuskúlptúrarnir hafa verið að þróast undanfarin ár. Þeir byrjuðu sem stólgrindur úr stáli sem urðu að flækjum sem eru algerar og merkingarlausar óreiður. Seinna varð til grafík sem er teiknuð óreiða á tveimur mannsfótum. Og að síðustu þessar álmyndir á fjórum fótum. Vegna eðlis efnisins og vinnunnar geta engar tvær orðið eins þó svo þær séu í númeruðu upplagi.
About the work
The intricate sculptures have been evolving in recent years. They started as steel chair frames that became entanglements that are absolute and meaningless messes. Later, a graphic was created that is drawn chaos on two human legs. And finally these aluminum images on four legs. Due to the nature of the material and the work, no two can be alike, even if they are in a numbered edition.