Nafn / Title: Print by Snorri Ásmundsson

Ár / Year: 2015

Efni / Material: 350 gr. Hahnemühle grafíkpappír / 350 gr. Hahnemühle graphíc paper.

Stærð / Size: 28x38 cm.

Upplag / Edition: 30 (5 A/P)

Print by Snorri Ásmundsson

75.000 kr.

Grafíkmappan Þrettán þrykk samanstendur af þrettán grafíkverkum sem eftir þrettán listamenn. Mappan er gefin út í þrjátíu eintökum og vinna listamennirnir verkin sérstaklega fyrir þetta verkefni. Um er að ræða samstarfsverkefni Týsgallerís og Listaháskóla Íslands.

Hugmyndin á bak við gerð möppunnar er að bjóða upp á verk eftir listamenn í fremstu röð sinna kynslóða en hópurinn samanstendur af listamönnum sem eru á mismunandi stöðum á sínum ferli og voru á aldursbilinu 24-62 ára þegar verkin voru gerð.

Þeir sem taka þátt í gerð möppunnar hafa ekki á sínum ferli lagt grafíkmiðilinn sérstaklega fyrir sig en þetta eru myndlistarmenn sem nálgast þá miðla sem þeir vinna með hverju sinni á kröftugan og persónulegan hátt.

Stærðin á verkunum er 28×38 cm. og eru þau prentuð á 350 gr. Hahnemühle grafíkpappír. Þegar heil sería er keypt eru verkin afhent í handgerðum öskjum sem eru hannaðar af Hildi Jónsdóttur bókbindara.

Hvert prent er gefið út í 30 tölusettum eintökum.

Select your currency
Euro