Stærð verka: 28x38 cm.

Upplag / Edition: 30

Efni/Material: Paper, canvas / Pappír, strigi

Verkin eru prentuð á 350 gr. Hahnemühle grafíkpappír.

Mappan er unnin af bókbindaranum Hildi Jónsdóttur

Grafíkmappan 13 þrykk / 13 Prints

730.000 kr.

Grafíkmappan Þrettán þrykk samanstendur af þrettán grafíkverkum eftir þrettán listamenn. Mappan er gefin út í þrjátíu eintökum og unnu listamennirnir verkin sérstaklega fyrir þetta verkefni. Um er að ræða samstarfsverkefni Týsgallerís og Listaháskóla Íslands.

Hugmyndin á bak við gerð möppunnar er að bjóða upp á verk eftir listamenn í fremstu röð sinna kynslóða en hópurinn samanstendur af listamönnum sem eru á mismunandi stöðum á sínum ferli og voru á aldursbilinu 24-62 ára þegar mappan var gefin út árið 2015.

Þeir sem taka þátt í gerð möppunnar hafa ekki á sínum ferli lagt grafíkmiðilinn sérstaklega fyrir sig en þetta eru myndlistarmenn sem nálgast þá miðla sem þeir vinna með hverju sinni á kröftugan og persónulegan hátt.

Þeir listamenn sem taka þátt eru: Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson, Gabriela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddssen, Helgi Þórsson, Kristín Eiríksdóttir, Lilja Birgisdóttir, Logi Leo Gunnarsson, Sara Riel, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Steingrímur Eyfjörð og Þórdís Erla Zoega.

Stærðin á verkunum er 28×38 cm. og eru þau prentuð á 350 gr. Hahnemühle grafíkpappír.

Verkin er hægt að fá afhent í handgerðum öskjum sem eru hannað- ar af Hildi Jónsdóttur bókbindara og eru örfáar möppur til en svo er hægt að kaupa einstök verk úr möppunni. Mappan var gefin út í 30 tölusettum eintökum.

Select your currency
Euro