Eirún Sigurðardóttir á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni. Hjá henni stendur Multiskonan Ásdís Spanó

MULTIS opnar sýninguna “Svona gerum við” á Tryggvagötu 21 á Hafnartorgi

4.12.2021

MULTIS hefur komið sér fyrir í glæsilegu húsnæði á Hafnartorgi, Tryggvagötu 21 í  miðbæ Reykjavíkur og verður þar út desember. Þar eru til sýnis og sölu þau fjölfeldisverk sem gegin hafa verið út af MULTIS á sýningunni Svona gerum við en einnig höfum við fengið einstök verk frá þeim listamönnum sem við störfum með svo það er spennandi flóra verka eftir listafólk úr fremstu röð íslenskrar samtímalistar.

Snorri Ásmundsson er með nýtt verk af Vigdísi Finnbogadóttur og eru af því tilefni gefin út 25 prent, prentuð á mattann gæðapappír í stærðinni 40×50 cm sem eru númeruð og árituð af listamanninum. Verkið er á sérstöku jólaverði og kostar núna 25.000 kr

 

Geggjað nýtt prent eftir Huldu Rós Guðnadóttur, prentað á glansandi gæðapappís. Gefið út í 20 eintökum. Kostar 35.000 kr

Nýjar útgáfur eru kynntar eftir Þórdísi Erlu Zoega, Magnús Helgason, Gunnhildi Hauksdóttur, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur, Huldu Rós Guðnadóttur og fleiri. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Contact Us 

Email: info@multis.is

Tel: Ásdís Spanó (+354) 866 3906/ Helga Óskarsdóttir (+354) 699 5652


Kt: 421220-1900

 

Select your currency
Euro