Select Page

Gjörningaklúbburinn/ILC

Gjörningaklúbburinn var stofnaður árið 1996 og er nú skipaður myndlistarkonunum Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur. Eirún og Jóní útskrifuðust báðar frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996.

Eirún stundaði framhaldsnám við Listaháskólann í Berlín 1996 -1998 og útskrifaðist með masters diplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands 2014. Jóní stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1997-1998 og útskrifaðist með mastersgráðu í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands 2011.

Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.

Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim þar á meðal ARoS listasafnið í Danmörku, MoMA samtímalistasafninu í New York, Kunstahalle Vienna í Austurríki, Schirn Kunsthalle og samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Þýskalandi, Amos Anderson listasafninu í Helsinki og Lilith Performance Studio í Svíþjóð.

English

Jóní Jónsdóttir and Eirún Sigurðardóttir are the members of the art collective The Icelandic Love Corporation (ILC) an art group established in 1996.

Jóní and Eirún graduated from The Icelandic Collage of Arts and Crafts in 1996. Jóní studied at The Royal Danish Academy of Fine Arts 1997-1999 and graduated with MA.Ed. in Art Education from Iceland Academy of the Arts in 2011. Eirún studied at Berlin University of the Arts 1996-1998 and graduated in 2014 from the University of Iceland with a postgraduate Diploma in Applied Gender Studies.

The Icelandic Love Corporation has actively and successfully worked in the field of visual art, both at home and abroad, using nearly all possible media—including performance, video, photography, and installation—the ILC confronts the seriousness of the world with works that blend playfulness, humor and spectacle with refreshing genuineness and subtle social critique that often incorporates ideas of traditional femininity, with feministic approach.

ILC´s Interdisciplinary art led them to collaborate with Björk Guðmundsdóttir for her Volta album in 2007 and a wide range of other collaborations e.g. GusGus, Ensamble Adapter, Ragnar Kjartansson and Kiyoshi Yamamoto

They’re works have been exhibited internationally, e.g. at ARoS Kunstmuseum Denmark, Moma Museum of Modern Art New York, The Schirn Kunsthalle Germany, Kunsthalle Wien Vienna, Amos Anderson Art Museum Helsinki and Lilith Performance Studio Sweden.

Nafn / Title: Hælspyrna / Heel Kick
Ár / Year: 2020
Efni / Material: Hælaskór, nælonsokkar, leður og steinar / Stiletto, tights, leather and stones
Stærð / Size: 115 x 17 x 10 cm
Upplag / Edition: 7 og / and 1 A/P

Hælspyrna er nýtt fjölfeldi eftir Gjörningaklúbbinn í sjö eintaka upplagi auk sýningareintaks A/P. Hælspyrna er svartur hælaskór með mjórri tá og háum hæl sem er hengdur upp á vegg. Úr hælnum hanga tveir svartir nælonsokkar með hnefastórum steini í hvorri tá. Innleggið er handskorið úr ljósu leðri og skórinn handmerktur á il.

Hælaskórinn hefur fylgt Gjörningaklúbbnum frá fyrstu tíð. Hann er lokkandi og hækkandi en einnig særandi og beittur. Hann er framakonunnar helsti félagi þrátt fyrir að reynast henni oft fjötur um fót þegar vikivaki framþróunarinnar er stiginn.

English

Heel Kick is a new multiple by The Icelandic Love Corporation made of stiletto shoes in edition of seven plus one A/P. The stilettos are black with slim and spike toe. From under the heals there are pairs of nylon stocking hanging with stones in each toe. The insole is hand cutted light leather and the shoe is signed by the artists under the sole.

The stiletto shoe with its seductive, sharp and sometimes bleeding effect has been with The Icelandic Love Corporation since they started the collective in 1996. The multiple is an object where ILC investigates the culture, feminism, pain, and beauty of what woman have had to endure through centuries of patriarchy in life, style and identity.

Contact Us 

Open by appointment

Opið samkvæmt samkomulagi.

Email: info@multis.is

Tel: Ásdís (+354) 866 3906
Helga (+354) 699 5652


Kt: 421220-1900

 

Location

Snorrabraut 54

105 Reykjavík

Select your currency
Euro
UA-190940621-1